1. maí 2025
1. maí 2025

Mannlíf

„Manstu ekki eftir mér?
Föstudagur 21. mars 2025 kl. 09:53

„Manstu ekki eftir mér?" með Þéttsveitinni í Hljómahöll

Þéttsveitin, ein af hljómsveitum Rytmískrar deildar skólans, heldur Stórkonsert í salnum Bergi í Hljómahöll, þriðjudaginn 25. mars kl. 20:00 ásamt valinkunnum söngnemendum deildarinnar.

Yfirskrift tónleikanna er „Manstu ekki eftir mér?" og stendur efnisskráin saman af vel þekktum dægurlaga- og rokkperlum frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum.

Það verða sagðar sögur og sungið og spilað af krafti.  Sem sé kvöldstund af stuði sem verður „Bítlabænum" til sóma.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Enginn aðgangseyrir og við hvetjum eindregið til þéttrar mætingar, segir í tilkynningu frá Þéttsveitinni.