Lyfta.is
Lyfta.is

Íþróttir

Vilborg og Helena nýliðar með A-landsliðinu
Helena Rafnsdóttir er meðal þeirra þriggja nýliða sem spila með liðinu í Finnlandi
Miðvikudagur 3. ágúst 2022 kl. 12:00

Vilborg og Helena nýliðar með A-landsliðinu

Landslið kvenna í körfubolta heldur í æfingaferð til Tampere í Finnlandi í vikunni. Liðið mun leika tvo vináttulandsleiki gegn landsliðum Finnlands og Svíþjóðar. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi og fer fram klukkan 18, föstudaginn 5. ágúst og sá seinni laugardaginn 6. ágúst klukkan 16:30 gegn Svíþjóð (að finnskum tíma). Þjálfari liðsins, Benedikt Guðmundsson, hefur valið 12 leikmenn til að taka þátt í leikjunum tveim en þeir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir landsliðsglugga vetrarins í undankeppni EM sem mun fara fram í nóvember og febrúar næstkomandi.
Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni úr U20 landsliði kvenna frá í sumar en það eru þær Diljá Ögn Lárusdóttir frá Stjörnunni og Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir frá Njarðvík.
Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið: (landsleikir í sviga)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (4)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (10)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (2)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (Nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (2)
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík (Nýliði)
Helena Sverrisdóttir · Haukar (77)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (34)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (25)
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík (Nýliði)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörku (23)
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjórn og liðsstjórn: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Dómari Íslands í leikjunum: Jóhannes Páll Friðriksson, FIBA dómari