Optical studio
Optical studio

Íþróttir

Úrslitin réðust í öðrum leikhluta
Eric Ayala var öflugur í liði heimamanna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 21. október 2022 kl. 08:50

Úrslitin réðust í öðrum leikhluta

Grindavík mætti til Keflavíkur í gær með nýjan leikmann innan sinna raða en leikurinn var sá fyrsti sem Jón Axel Guðmundsson lék með Grindavík í Subway-deild karla í körfuknattleik á tímabilinu. Þátttaka Jóns Axels dugði gestunum þó skammt því Keflavík hafði níu stiga sigur, þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum.

Grindavík hóf leikinn örlítið betur en heimamenn og höfðu þriggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta má segja að úrslitin hafi ráðist. Jaka Brodnik, Halldór Garðar Hermannsson og Brodnik aftur settu niður þrista í byrjun annars leikhluta og Dominykas Milka bætti við fjórum stigum úr vítaköstum til að breyta stöðunni í 30:20. Grindavík skoraði tvö stig úr vítaköstum en áfram héldu Keflvíkingar að bæta í. Það var ekki fyrr en í stöðunni 35:22 og leikhlutinn nærri hálfnaður að tók Grindavík loks leikhlé.

Leikur Grindvíkinga var algerlega í molum á þessum tíma en eftir að hafa tekið leikhlé fóru hjólin aftur að snúast hjá þeim – en skaðinn var skeður og Keflavík hélt forskotinu út leikinn án þess að gestirnir næðu nokkurn tímann að ógna sigrinum.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Eric Ayala lék manna best hjá Keflavík, var með 28 stig, tvö fráköst, tvær stoðsendingar og 23 framlagspunkta. Hjá Grindavík var Jón Axel með þrettán stig, fimm fráköst, níu stoðsendingar og 21 framlagspunkt í sínum fyrsta leik en hann á örugglega eftir að reynast Grindavík mikill happafengur í ár. David Tinarris Azore var stigahæstur hjá gestunum með tuttugu stig.

Leikur Grindvíkinga hresstist eftir að hafa tekið leikhlé en þá var skaðinn þegar skeður og heimamenn búnir að byggja upp forystu sem þeir gáfu ekki eftir. 

Keflavík - Grindavík 96:87

(17:20, 34:16, 13:18, 32:33)

Keflavík: Eric Ayala 28, Dominykas Milka 20/5 fráköst, Jaka Brodnik 12, Valur Orri Valsson 12/10 stoðsendingar, Igor Maric 11/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, David Okeke 2/4 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 0, Frosti Sigurðsson 0, Magnús Pétursson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Grindavík: David Tinarris Azore 20/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 11, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Valdas Vasylius 8/5 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 8/5 fráköst, Bragi Guðmundsson 7/4 fráköst, Evangelos Tzolos 7/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Arnór Tristan Helgason 0.

Nánar um leikinn