Flugger
Flugger

Íþróttir

Ungu strákarnir skoruðu mörkin
Það eru gleðitíðindi fyrir Keflvíkinga að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur samið á nýjan leik við Keflavík og var honum skipt inn á í seinni hálfleik. Mynd úr safni VF/JPK
Fimmtudagur 11. apríl 2024 kl. 09:13

Ungu strákarnir skoruðu mörkin

Keflavík vann sigur á Víkingi á Ólafsvík í annarri umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu sem var leikinn í Akransehöllinni í gær. Það var 2004 árgangurinn sem sá um að skora mörkin.

Víkingur Ó. - Keflavík 2:3

Þetta var fyrsti leikur annarrar umferðar og Keflvíkingar tóku forystu í fyrri hálfleik með marki frá Stefáni Jóni Friðrikssyni ('13), það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Seinni hálfleikur var nýhafinn þegar Valur Þór Hákonarson tvöfaldaði forystuna ('47) en Ólsarar minnkuðu muninn um tíu mínútum síðar ('56).

Axel Ingi Jóhannesson kom Keflavík aftur í tveggja marka forystu á 70. mínútu en aftur minnkuðu Víkingar muninn ('84).

Lengra komust þeir ekki og Keflavík fer því áfram í 32 liða úrslit.