Flugger
Flugger

Íþróttir

Tveir Suðurnesjasigrar í gær
Daniela Wallen leiddi Keflvíkinga til sigurs á Val en hún var með 28 stig, fimm stoðsendingar og sex stolna bolta í gær. Myndir úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 13. október 2022 kl. 10:22

Tveir Suðurnesjasigrar í gær

Bæði Njarðvík og Keflavík unnu sína leiki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Íslandsmeistarar Njarðvíkur lögðu nýliða ÍR frekar örugglega á meðan taplausir Keflvíkingar unnu Val í miklum spennuleik.

Valur - Keflavík 75:78

(22:18, 10:17, 24:15, 19:28)

Leikur Vals og Keflavíkur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Valskonur fóru örlítið betur af stað og náðu mest sjö stiga forystu í fyrsta leikhluta (11:4), þær leiddu með sex stigum (32:26) um miðjan annan leikhluta en þá tóku Keflvíkingar við sér og sneru dæminu sér í vil á lokamínútum fyrri hálfleiks. Öflugur varnarleikur sló Valskonur út af laginu og Daniella Morillo setti niður þrjár körfur til að jafna leikinn og Anna Ingunn Svansdóttir setti niður mikilvægan þrist í lok leihlutans og Keflavík leiddi því með þremur stigum í hálfleik (32:35).

Seinni hálfleikur var í járnum og í þriðja leikhluta skiptust liðin á að ná forystu, Keflavík seig svo að lokum fram úr í þeim fjórða og hafði að lokum þriggja stiga sigur (75:78). Keflavík heldur sínu striki og er efst í deildinni, taplaust með fjóra sigra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Anna Ingunn setti niður þrist í lok annars leikhluta til að koma Keflavík yfir.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/6 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Agnes María Svansdóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Anna Lára Vignisdóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.

Nánar um leikinn


Aliyah Collier heldur áfram að vera afburðarmanneskja á vellinum og í gær var hún með 48 framlagspunkta.

ÍR - Njarðvík 70:78

(17:13, 13:25, 17:21, 23:19)

Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í gær. Heimakonur fóru betur af stað og leiddu eftir fysta leihluta en Ljónynjurnar settu í gírinn í öðrum hluta og höfðu átta stiga forystu í hálfleik (30:38). Í seinni hálfleik hélt Njarðvík þægilegu forskoti og hleypti ÍR aldrei nærri sér.

Aliyah Collier er í algerum sérklassa og heldur áfram að draga vagn Íslandsmeistaranna. Í gær var Collier með 29 stig, átján fráköst, sjö stoðsendingar og fjögur varin skot.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 29/18 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/4 varin skot, Raquel De Lima Viegas Laniero 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Erna Hákonardóttir 12, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Andrea Dögg Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Dzana Crnac 0, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 0.

Nánar um leikinn