Bygg
Bygg

Íþróttir

Þróttur með dramatískan sigur í Keflavík
Keflvíkingar töldu sig eiga að fá vítaspyrnu og í kjölfarið lét Nacho Heras dómara leiksins heyra það, fékk gult spjald – og rautt í kjölfarið fyrir eitthvað sem dómarinn fékk að heyra.
Laugardagur 10. maí 2025 kl. 00:12

Þróttur með dramatískan sigur í Keflavík

Liam Daði Jeffs skoraði sigurmarkið þegar Þróttur Reykjavík vann 1-0 útisigur gegn Keflavík í hörkuleik í Lengjudeild karla á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld. Heimamenn kláruðu leikinn manni færri eftir að spænski framherjinn Nacho Heras fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma rétt fyrir hlé.

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en það voru gestirnir úr Reykjavík sem höfðu betur þegar upp var staðið. Eftir nokkur færi hjá báðum liðum í fyrri hálfleik varð dramatík rétt fyrir háldleiksflaut. Keflvíkingar töldu sig eiga að fá vítaspyrnu og í kjölfarið lét Nacho Heras dómara leiksins heyra það, fékk gult spjald – og rautt í kjölfarið fyrir eitthvað sem dómarinn fékk að heyra. Keflvíkingar því einum færri í síðari hálfleik.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Var þetta víti? VF/Hilmar Bragi

Þrátt fyrir það hélt Keflavík áfram að ógna og komst nálægt því að skora þegar bolta var bjargað af línu eftir hornspyrnu á 63. mínútu. Vindur og veður léku stórt hlutverk í leiknum.

Það var svo á 84. mínútu sem sigurmarkið kom. Þróttarar komu boltanum upp hægra megin og eftir fyrirgjöf frá Viktori Andra Hafþórssyni skallaði Liam Daði Jeffs knöttinn laglega í netið framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur. Þróttur náði þannig að nýta sér liðsmuninn á lokasprettinum, þrátt fyrir mikla pressu heimamanna á lokamínútunum.

Keflavík reyndi að svara og fékk meðal annars horn undir lokin, en vörn Þróttar stóðst álagið og tryggði dýrmætan útisigur.

Þróttur tekur því þrjú stór stig með sér í höfuðborgina eftir harðan og tilþrifamikinn leik í blautu og köldu veðri í Keflavík.

Keflavík - Þróttur R // Lengjudeild karla // 9. maí 2025