Íþróttir

Sveindís Jane í byrjunarliði Íslands
Sveindís Jane er búin að vera frábær í efstu deild í sumar og hlýtur náð fyrir augum Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara landsliðsins, sem setur hana beint inn í byrjunarliðið. Ljósmynd: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 18:13

Sveindís Jane í byrjunarliði Íslands

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem var valin sem nýliði inn í A landsliðshóp Íslands í síðustu viku, byrjar inn á í leiknum gegn Lettum sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld.

Sveindís, sem er á láni frá Keflavík, hefur slegið í gegn í Pepsi Max-deildinni í sumar og gaman að sjá þessa ungu Suðurnesjastelpu fá að spreyta sig með aðalliði Íslands en hún hefur leikið 41 landsleik með yngri landsliðunum.

Sveindís Jane er í viðtalið við Víkurfréttir þessa vikuna.