HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Sara Rún bikarmeistari í Bretlandi
Sara Rún og félagar sigruðu Sevenoaks Suns í úrslitum WBBL Cup. Myndir: Karfan.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 08:34

Sara Rún bikarmeistari í Bretlandi

Um helgina unnu Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders WBBL Cup í Bretlandi með sigri á Sevenoaks Suns, 67:78, þetta mun vera í fyrsta skipti sem Leicester Riders vinna titilinn.

Riders hófu úrslitaleikinn af krafti og eiddu eftir fyrsta leikhluta með ellefu stigum, 13:24. Undir lok fyrri hálfleiksins jöfnuðust leikar þó aðeins og í hálfleik var munurinn aðeins fjögur stig, Riders í vil.

Í upphafi seinni hálfleiksins stigu Sara Rún og félagar svo aftur á bensíngjöfina og náðu að byggja upp þægilega fjórtán stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 46:60. Í honum gerðu þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð góðum ellefu stiga sigri í höfn, 67:78.

Sara Rún var á sínum stað í byrjunarliði Riders í dag og skilaði góðu framlagi. Á 25 mínútum spiluðum skilaði hún tíu stigum, fjórum fráköstum, fjórum stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Í fyrra unnu Leicester Riders aðra bikarkeppni, WBBL Trophy. Þá sigruðu þær Durham Palastines í úrslitaleik og Sara Rún valin verðmætasti leikmaður leiksins.