Íþróttir

Ragnar og Rakel akstursíþróttafólk Suðurnesja
Þau enduðu á „toppnum“ í sumar og fengu því viðurkenningarskjöl sem einnig má lesa á hvolfi.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 2. janúar 2020 kl. 07:55

Ragnar og Rakel akstursíþróttafólk Suðurnesja

Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt sína uppskeruhátíð á dögunum og valdi íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2019. Fyrir valinu urðu þau Rakel Ósk Árnadóttir og Ragnar Magnússon.

Rakel Ósk er að keppa í unglingaflokki í rallycross sem að er ætlaður krökkum á aldrinum 15 til 17 ára. „Þessi flokkur hefur gefið okkur reynslumeiri ökumenn út í umferðina og einnig inn í okkar sport en þarna eru unglingar að aka á bílum á lokaðir braut sem að gefur þeim reynslu áður en þau koma út í umferðina,“ segir í tilkynningu frá AÍFS.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ragnar Magnússon var kosinn akstursíþóttamaður AÍFS eftir gott gengi í sumar en hann háði harða baráttu í sínum flokki og sýndi það og sannaði það það þarf ekki alltaf öflugasta bílinn til að sigra, heldur þann áreiðanlegsta og með góðum akstri í sumar skilaði Ragnar sér bæði Íslands- og bikarmeistararatitli í 2000cc flokk í rallycrossi í sumar.

AÍFS heiðraði einnig þá sem að enduðu á „toppnum“ þetta sumarið en þeir voru þó nokkrir. Stjórn AÍFS vill þakka öllum þeim sem að komu að keppnishaldi og sjálfboðaliðum í sumar kærlega fyrir allt og sjáumst á næsta keppnisári, segir í tilkynningu frá stjórn Akstursíþróttafélags Suðurnesja.