Íþróttir

  • Nýliðar Njarðvíkur áfram á sigurbraut
    Helena í baráttunni, hér setur hún niður tvö af fimmtan stigum sínum í kvöld. VF-myndir: JPK
  • Nýliðar Njarðvíkur áfram á sigurbraut
    Keflvíkingar þurftu að játa sig sigraða í kvöld. Hér er Agnes María Svansdóttir í baráttunni í leiknum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 10. október 2021 kl. 23:21

Nýliðar Njarðvíkur áfram á sigurbraut

Keflavík tapaði á heimavelli fyrir Haukum

Njarðvíkingar höfðu sigur á Fjölni í Ljónagryfjunni í annarri umferð Subway-deildar kvenna í kvöld en á sama tíma höfðu Haukar betur gegn Keflavík í Blue-höllinni.

Njarðvík - Fjölnir 71:61

(15:14 | 14:20 | 20:10 | 22:17)

Leikur Njarðvíkur og Fjölnis var hörkuspennandi og jafn. Njarðvíkingar leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en Fjölnir sneri taflinu við í öðrum leikhluta og hafði fimm stiga forskot þegar blásið var til hálfleiks.

Njarðvík vann upp muninn í þriðja leikhluta og gott betur en það. Sterkur varnarleikur hélt Fjölnisliðinu í skefjum enda gerði það einungis tíu stig gegn tuttugu stigum Njarðvíkinga. Í síðasta leikhluta juku þær grænklæddu muninn og lönduðu góðum sigri annan leikinn í röð.

Optical Studio
Optical Studio

Það er virkilega gaman að fylgjast með Njarðvíkurliðinu sem geislar af baráttugleði og gefur allt í leikinn. Helena Rafnsdóttir átti góðan leik og gerði fimmtán stig og þá voru útlendingarnir í liðinu að sýna góða frammistöðu.

Aliyah A'taeya Collier lét til sín taka í kvöld og var atkvæðamest Njarðvíkinga en hún gerði sautján stig, tók átján fráköst og átti sjö stoðsendingar.

Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 17/18 fráköst/7 stoðsendingar, Helena  Rafnsdóttir 15, Lavina Joao Gomes De Silva 14/13 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9, Diane Diene 9/11 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Júlía Rún Árnadóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Vilborg Jonsdottir 0.

Tölfræði leiks.


Keflavík - Haukar 63:70

(13:17 | 27:20 | 12:15 | 11.18)
Anna Ingunn fagnar vel eftir að hafa sett niður þriggja stiga körfu.

Systurnar Anna Ingunn og Agnes María Svansdætur áttu báðar góðan leik í kvöld og skoruðu helming stiga Keflvíkinga þegar Keflavík þurfti að játa sig sigrað gegn Haukum í spennandi viðureign.

Það voru Haukar sem tóku frumkvæðið og gerðu átta fyrstu stigin. Í stöðunni 3:13 vöknuðu Keflvíkingar til lífsins og gerðu átta stig í röð. Haukar leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta en þá kom góður kafli hjá Keflavík sem fór með þriggja stiga forystu inn í hálfleikinn (40:37).

Þriðji leikhluti var mjög jafn en Haukar náðu að vinna upp muninn og var staðan jöfn þegar fjórði leikhluti fór af stað (52:52). Gestirnir sigu hægt fram úr í fjórða leikhluta og náðu ágætis forskoti þegar lítið var eftir. Keflavík náði ekki að halda í við gestina í lokin og urðu að lúta í gras, sjö stiga tap í leik tveggja jafnra liða.

Katla Rún Garðarsdóttir stelur boltanum í fjórða leikhluta og setur niður góð tvö stig.

Frammistaða Keflvíkinga: Anna Ingunn Svansdóttir 19, Agnes María Svansdóttir 13/5 fráköst, Tunde Kilin 9/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Ólöf Rún Óladóttir 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0/7 fráköst.

Tölfræði leik.


Breiðablik - Grindavík 69:83

(12:28 | 18:21 | 16:16 | 23:18)

Grindvíkingar héldu til Kópavogs þar sem þær lögðu Breiðablik. Grindavík tók forystuna í byrjun og hélt henni til enda. Staðan í hálfleik var 30:49, nítján stiga munur Grindavík í vil.

Robbi Ryan var öflug í stigasöfnuninni og gerði 28 stig, tók sjö fráköst og átti fimm stoðsendingar.

Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 28/7 fráköst/5 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 18/11 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 13/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 8, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 7/8 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 2/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0.

Tölfræði leiks.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á vellinum í kvöld og má sjá myndasöfn frá leikjunum hér að neðan.

Njarðvík - Fjölnir (71:61) | Subway-deild kvenna 10. október 2021

Keflavík - Haukar (63:70) | Subway-deild kvenna 10. október 2021