Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir í Svíþjóð
Guðmundur Stefán fellir andstæðing sinn með fallegu kasti.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 14:53

Njarðvíkingar sigursælir í Svíþjóð

Um þarsíðustu helgi fór fram Södra Judo Open. Mótið er hefur verið smátt í sniðum síðustu ár en þetta árið var algjör sprenging. Á fjórða hundruð skráninga var í mótið sem er frábært. 

Sjö Njarðvíkingar voru skráðir til leiks. Það voru þau Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Jóhannes Pálsson, Lena Andrejenko, Fenrir Frosti Guðmundsson, Ýmir Eldjárn Guðmundsson, Helgi Þór Guðmundsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson.

Guðmundur átti frábært mót og sigraði fjóra af andstæðingum sínum. Alla á glæsilegum köstum. Ýmir Eldjárn, Lena Andrejenko og Heiðrún Fjóla kræktu sér í silfur eftir að hafa staðið sig vel í sínum flokkum og þá vann Fenrir Frosti til bronsverðlauna. Aðrir unnu ekki til verðlauna þrátt fyrir að hafa sigrað viðureignir í sínum flokkum.

Heiðrún Fjóla (hvítum galla) við það að komast í góða stöðu.