Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Íþróttir

Njarðvík vann fyrsta leikinn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 28. apríl 2024 kl. 20:49

Njarðvík vann fyrsta leikinn

Næsti leikur liðanna í Njarðvík á fimmtudagskvöld

Grindavík og Njarðvík mættust í kvöld í fyrsta leik undanúrslitarimmunnar í Subway-deild kvenna. Jafnt var nánast á öllum tölum og liðin skiptust oft á forystunni. Njarðvík leiddi í hálfleik, 35-39 og hafði að lokum sigur, 79-83.

Selena Lott var atkvæðamest Njarðvíkurkvenna með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst en hjá Grindavík var Danielle Rodriguez best með 28 stig. Það munaði um minna fyrir Grindavík að hún fékk sína fimmtu villu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og Grindavík þá yfir.

Njarðvík þar með búið að taka forystuna í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er á fimmtudagskvöld í Njarðvík.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Meðfylgjandi myndir tók hinn frábæri ljósmyndari, Ingibergur Þór Jónasson.