Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Marteinn með yfirhöndina á móti Grétari
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 20. janúar 2024 kl. 17:33

Marteinn með yfirhöndina á móti Grétari

Tippleikur Víkurfrétta er í fullum gangi og má segja að spennan hafi aldrei verið jafn mikil!

Marteinn Ægisson úr Vogum, hefur komið geysilega sterkur inn og fyrir leik dagsins er hann með sjö leiki rétta en forystusauðurinn, Grétar Ólafur Hjartarson, með sex leiki. Grétar er pottþétt með lokaleikinn réttan því hann er með þrjú merki á honum en Marteinn þarf heimsigur. Það lítur ekki vel út fyrir Martein því Nottingham Forest hefur tekið forystuna á móti Brentford og átta mínútur liðnar í þessum skrifuðu orðum. Ef Brenford vinnur ekki þennan leik, er Grétar enn og aftur siguvegari því hann er þá með tvo leiki rétta í leikjum með einu merki, á móti einum leik réttum hjá Marteini.

Víkurfréttir munu birta úrslit þessa æsispennandi leiks í kvöld.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024