Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Logi og Jóhanna eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023
Logi Sigurðsson, íþróttamaður Reykjanesbæjar 2023, og Jóhanna Margrét Snorradóttir, íþróttakona Reykjanesbæjar 2023.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 22. janúar 2024 kl. 08:49

Logi og Jóhanna eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023

Val á íþróttamanni og íþróttakonu Reykjanesbæjar fór fram í Stapa í Hljómahöll í gær. Kylfingurinn Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er íþróttamaður Reykjanesbæjar 2023 og knapinn Jóhanna Margrét Snorradóttir úr Hestamannafélaginu Mána er íþróttakona Reykjanesbæjar 2023.

Í ár fór athöfnin fram með breyttu sniði og var hin glæsilegasta. Fjölmargir komu að samfagna frábærum árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar og voru fjölmargir heiðraðir. Auk þess að verðlauna íþróttafólk Reykjanesbæjar sem skaraði fram úr á árinu var íþróttafólki Ungmennafélagsins Njarðvíkur og Keflavíkur – íþrótta- og ungmennafélags veitt verðlaun.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Ungmennafélögin Keflavík og Njarðvík kynntu valið á íþróttafólki félaganna við sama tilefni.

Ítarlegri umfjöllun um valið birtist á vf.is, í Víkurfréttum vikunnar og Sjónvarpi Víkurfrétta.