Optical studio
Optical studio

Íþróttir

Leikið í VÍS-bikarkeppninni um helgina
Þessar þrjár fengu að hafa það náðugt á bekknum hjá Keflavík í gær meðan aðrar úr liðinu fengu að spreyta sig. Anna Ingunn Svansdóttir, Daniela Wallen og Agnes María Svansdóttir. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 31. október 2022 kl. 08:25

Leikið í VÍS-bikarkeppninni um helgina

Sextán liða úrslit VÍS-bikarsins er gangi þessa dagana og má segja að leikir Suðurnesjaliðanna hafi flestir verið formsatriði. Öll Suðurnesjaliðin unnu sína leiki með yfirburðum að undanskildum leik KR og Grindavíkur en sá leikur var jafn og spennandi fram á lokamínútu. Það var hins vegar Grindavík sem hafði betur að lokum. Úrslitin má sjá hér að neðan og myndir úr leikjum Keflavíkur karla og kvenna.

VÍS-bikar kvenna:

Keflavík - Tindastóll 88:52

(24:16, 19:14, 29:5, 16:17)

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 16, Agnes María Svansdóttir 14/5 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/6 fráköst, Gígja Guðjónsdóttir 10, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Daniela Wallen Morillo 8/8 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5/6 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 3, Ásthildur Eva H. Olsen 3, Karina Denislavova Konstantinova 2/8 stoðsendingar, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.

Nánar um leikinn

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Aþena/Leiknir/UMFK - Njarðvík 32:83

(11:27, 3:24, 6:20, 12:12)

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 17, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laneiro 10/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Aliyah A'taeya Collier 8/10 fráköst/7 stoðsendingar/7 stolnir/4 varin skot, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 6/4 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Dzana Crnac 5/6 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Andrea Dögg Einarsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 0.

Nánar um leikinn


KR - Grindavík 72:76

19:17, 15:15, 21:15, 17:29

Nánar um leikinn


VÍS-bikar karla:

Keflavík - Fjölnir 85:77

(17:16, 29:9, 19:25, 20:27)
Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur hjá Keflavík gegn Fjölni.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Dominykas Milka 13/8 fráköst, Arnór Sveinsson 13, Igor Maric 11, Eric Ayala 9, David Okeke 9/10 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 5, Valur Orri Valsson 3/6 stoðsendingar, Magnús Pétursson 3, Frosti Sigurðsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 1/4 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 0.

Nánar um leikinn


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, kíkti á leiki Keflvíkinga í gær og má sjá myndir úr þeim í myndasöfnum neðst á síðunni.


Keflavík - Tindastóll (88:52) | VÍS-bikar kvenna 30. október 2022

Keflavík - Fjölnir (85:77) | VÍS-bikar karla 30. október 2022