Íþróttir

Keflvíkingar á toppnum hjá körlum og konum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 2. mars 2021 kl. 09:54

Keflvíkingar á toppnum hjá körlum og konum

Keflvíkingar eru enn í efsta sæti Domino’s deildar karla í körfubolta eftir sigur á Hetti á heimavelli í gærkvöldi. Grindvíkingar lögðu Valsmenn í Grindavík en Njarðvík tapaði með tveggja stiga mun í Þorlákshöfn.

Keflvíkingar fengu góða mótspyrnu í fyrsta leikhluta frá Austfjarða Hetti sem leiddu að honum loknum með sex stsigum en heimamenn unnu næsta leikhluta með tólf stigum. Keflvíkingar juku forskotið í síðari hálfleik og unnu þægilegan sigur 93-73.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík-Höttur 93-73 (16-22, 28-16, 27-17, 22-18)

Keflavík: Deane Williams 26/7 fráköst, Dominykas Milka 21/10 fráköst, Calvin Burks Jr. 13/8 fráköst, Max Montana 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 6, Arnór Sveinsson 5, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Arnór Daði Jónsson 0, Reggie Dupree 0.

Grindvíkingar þögguðu í Valsmönnum sem unnu topplið Keflavíkur fyrir landsleikjahléð og unnu tólf stiga sigur 97-85. Heimamenn leiddu með tíu stigum í hálfleik og þann mun minnkuðu Valsarar í þriðja leikhluta. Heimamenn hleyptu þeim ekki nær og unnu öruggan sigur.

Grindavík-Valur 97-85 (31-24, 21-20, 17-21, 28-20)

Grindavík: Joonas Jarvelainen 22/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18/6 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 17, Ólafur Ólafsson 14/9 fráköst, Marshall Lance Nelson 13/6 fráköst/12 stoðsendingar, Amenhotep Kazembe Abif 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 2, Bragi Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Johann Arni Olafsson 0, Þorleifur Ólafsson 0.

Njarðvíkingar voru í erfiðri baráttu í Þorlákshöfn og voru undir allan tímann. Þeir náðu að minnka muninn í tvö stig í blá lokin en nær komust þeir ekki. Þór vann 91-89 en staðan í hálfleik var 44-37.

Þór Þorlákshöfn-Njarðvík 91-89 (24-20, 20-17, 29-24, 18-28)

Njarðvík: Antonio Hester 19/11 fráköst, Logi  Gunnarsson 16, Kyle Johnson 15/7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14, Rodney Glasgow Jr. 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Mario Matasovic 4/4 fráköst, Gunnar Már Sigmundsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Adam Eidur  Asgeirsson 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunnlaugur Briem

Keflavíkurstúlkur tróna á toppi Domino’s deildar kvenna með 67-71 sigri á Skallagrím í fyrrakvöld. Þær eru í efsta sæti með 18 stig, jafn mörg og Valur en eiga tvo leiki inni. Keflavík mætir Haukum 3. mars en Hafnarfjarðarliðið skartar nú tveimur Keflvíkingum, tvíburasystrunum Bríeti Sif og Söru Rún Hinriksdóttur en sú síðarnefnda kom frá Englandi nýlega og gekk til liðs við Haukana.