Íþróttir

Keflavíkursigur í nágrannaslag - myndaveisla
Boltinn þenur þaknetið í fyrsta marki Keflavíkur sem kom undir lok fyrri hálfleiks. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. ágúst 2024 kl. 22:44

Keflavíkursigur í nágrannaslag - myndaveisla

Keflvíkingar eru komnir upp í 3. sæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Grindavík á HS orku-vellinum í Keflavík í kvöld.

Oleksii Kovtun kom Keflvíkingum yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Kári Sigfússon bætti svo í forystu heimamanna á 53. mínútu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kwame Quee minnkaði svo muninn fyrir Grindavík á 63. mínútu. Klaufaskapur hjá Ásgeiri Orra Magnússyni í marki Keflavíkur sem missti boltann úr höndunum og rétt yfir marklínuna, eins og sjá má í myndasafni sem fylgir hér að neðan. Þetta hleypti spennu í leikinn að nýju en Keflvíkingar héldu út og náðu í mikilvæg þrjú stig.

Aðstæður til að spila voru með besta móti í kvöld. Nánast logn og ekki var sólin á angra leikmenn né tæplega 400 áhorfendur.

Klaufaskapur hjá Ásgeiri Orra Magnússyni í marki Keflavíkur sem missti boltann úr höndunum og rétt yfir marklínuna.

Sjá myndasafn úr leiknum hér að neðan.

Keflavík - Grindavík (2:1) // Lengjudeild karla // 8. ágúst 2024