Rafiðnaðarfélag
Rafiðnaðarfélag

Íþróttir

Íþróttafélagið Nes er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Félagar í Nes ánægðir með viðurkenningu Fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Mynd af Facebook-síðu Íþróttafélagsins Nes
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 22. október 2021 kl. 10:32

Íþróttafélagið Nes er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Nes er orðið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og hefur hlotið gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þess efnis.

Íþróttafélagið Nes er vel að þessari viðurkenningu komið en félagið hefur gert fötluðu íþróttafólki kleyft að stunda sínnar íþróttir um áraraðir, reyndar áratugi því félagið fagnar þrjátíu ára afmæli í ár, þann 17. nóvember.

Um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ:

„Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.“ (isi.is)