Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Hólmar Örn í þjálfarateymi KA
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 27. nóvember 2022 kl. 11:10

Hólmar Örn í þjálfarateymi KA

Hólmar Örn Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA sem hafnaði í öðru sæti Bestu deildar karla í ár og verður hann hluti þjálfarateymis meistaraflokks KA og 2. flokks liðsins. Hólmar Örn, eða Bói eins og flestir kalla hann, náði frábærum árangri með Njarðvík sem varð deildarmeistari 2. deildar karla í sumar en Bói og Bjarni Jóhannsson voru þjálfarar Njarðvíkinga síðustu tvö tímabil.

Bói er uppalinn í Keflavík og lék hann fyrst með meistaraflokki sumarið 2000. Hann gekk í raðir danska liðsins Silkeborg árið 2006 og lék þar til ársins 2008 þegar hann snéri aftur heim til Keflavíkur. Þaðan gekk hann til liðs við FH árið 2011 áður en hann sneri aftur heim árið 2015. Hann varð Íslandsmeistari með FH og tvívegis bikarmeistari með Keflavík.

Frá þessu er greint á vef KA:

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun