Íþróttir

Hámundur í lykilstöðu í tippleik Víkurfrétta
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 2. desember 2023 kl. 18:01

Hámundur í lykilstöðu í tippleik Víkurfrétta

Hámundur Örn Helgason er með pálmann í höndunum í tippleika Víkurfrétta en hann er með tíu rétta á seðli dagsins og enn tveir leikir eftir.

Hámundur er einungis búinn að fá einn leik vitlausan í dag, einungis leikur Swansea og Huddersfield slapp í gegnum nálarauga hans, Hámundur setti 1 á leikinn en jafntefli (x) var niðurstaðan.

Tipparinn knái úr Grindavík, Bjarki Guðmundsson á þó ennþá möguleika. Ef leikurinn sem er í gangi núna á milli Nottingham Forest og Everton fer jafntefli, og ef Manchester United vinnur Newcastle á útivelli, fer Bjarki sömuleiðis upp í 10 rétta. Grípa þyrfti í næstsíðasta úrræðið, þ.e. hver er með fleiri leiki rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins. Bjarki myndi þannig bera sigur úr býtum en þetta kemur allt betur í ljós en nokkuð ljóst að lukkudísirnar þurfa að vera á sveimi yfir Bjarka ef hann á ekki að láta henda sér strax út.

Public deli
Public deli