Bygg
Bygg

Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir Þór Akureyri á heimavelli
Ármann Ingi Finnbogason skorar úr víti en það kom of seint.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 24. maí 2025 kl. 18:58

Grindavík tapaði fyrir Þór Akureyri á heimavelli

Voga-þróttarar með fullt hús stiga í 2. deildinni Suðurnesjabæjarliðin bæði með sigra

Grindavík mætti Þór frá Akureyri í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar í dag í Grindavík og þurfti að sætta sig við tap, 3-4. Liðin úr Suðurnesjabæ unnu bæði og Þróttarar úr Vogum halda áfram á sömu braut í 2. deildinni, eru með efstir með fullt hús stiga.

Grindavík fékk draumabyrjun og komst yfir á 2. mínútu. Þórsarar tóku svo völdin og svöruðu með tveimur mörkum og þannig stóð í hálfleik. Grindavík jafnaði í upphafi seinni hálfleiks en tvö mörk Þórsara gerðu út um leikinn og mark Grindavíkur úr víti í uppbótartíma, kom of seint. Grindavík í 8. sæti með fjögur stig og mæta Leikni Reykjavík á útivelli í næstu umferð en Leiknismenn hafa einungis hlotið 1 stig á þessu tímabili. Leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði liði.

2. deild karla

Höttur/Huginn - Víðir 1-3

Alexis Alexandrenne, Cristovao A.F. Da S. Martins og Markús Máni Jónsson með mörk Víðismanna.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Þróttur Vogum - KFG 2-1

Forystusauðirnir lentu undir en Rúnar Ingi Eysteinsson jafnaði og Auðun Gauti Auðunsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu við mikinn fögnuð Vogabúa.

3. deild karla

Tindastóll - Reynir 0-1

Leonard Adam Zmarzlik með mark Reynismanna sem komu sér upp í 4. sætið í 3. deildinni.

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur: Viktor Guðberg Hauksson, fyrirliði Grindavíkur: