Eyðibýli í Flekkuvík stendur í björtu báli
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í kvöld kallað út í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd þar sem íbúðarhús stóð í björtu báli.
Þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn var húsnæðið, gamalt eyðibýli, alelda.
Slökkvistarf stóð enn yfir þegar ljósmyndari Víkurfrétta sendi flygildi yfir vettvang brunans.
Eins og sjá má hafa mikil listaverk verið máluð á veggi bygginga í Flekkuvík.
Flekkuvík var um tíma valkostur fyrir uppbyggingu álvers á Suðurnesjum en ekkert varð af þeim framkvæmdum.
Hús á jörðinni hafa verið í eyði í mörg ár og ekkert rafmagn er á svæðinu, þannig að líkur eru á að eldurinn í kvöld sé af mannavöldum.