Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Íþróttir

Grindavík vann eftir ótrúlegar lokamínútur og tryggði sér oddaleik gegn Stjörnunni
Smárinn var þétt setinn í kvöld
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 2. maí 2025 kl. 20:40

Grindavík vann eftir ótrúlegar lokamínútur og tryggði sér oddaleik gegn Stjörnunni

Grindavík mætti Stjörnunni í kvöld á heimavelli sínum í Smáranum í fjórða leik liðanna í undanúrslitarimmunni í Bónusdeild karla. Stjarnan vann fyrstu tvo leikina en Grindavík mætti í Garðabæ á mánudagskvöldið og minnkaði muninn í 1-2. 
Stjarnan var miklu betri í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 42-55. Hittni Grindavíkur fyrir utan þriggja stiga línuna sagði alla söguna, 1/20 hlýtur að jaðra við met! Á sama tíma setti Stjarnan 7/18 þristum sínum og kannski var ótrúlegt að munurinn væri ekki meiri. Stjarnan var svo með leikinn í hendi sér þar til rúmar fjórar mínútur voru eftir, þeir 79-90 yfir en Grindavík tók þá 16-2 sprett og tryggði sér ótrúlegan sigur, 95-92!

Stjarnan byrjaði eins og sagði í innganginum, miklu betur og leiddi allan fyrri hálfleikinn, mestur fór munurinn upp í sautján stig, 33-50 og máttu Grindvíkingar í raun þakka fyrir að það munaði ekki meira en 13 stigum í hálfleik, 42-55.

Hittni Grindvíkinga var betri í upphafi seinni hálfleiks og þegar Deandre Kane setti annan þrist þeirra í seinni hálfleik, minnkaði hann muninn í sex stig, 55-61 og fjölmargir Grindvíkingar í stúkunum tóku vel við sér. Stjarnan svaraði þessu áhlaupi gulra vel og áður en varði var munurinn kominn upp í fimmtán stig, 60-75. Næst átti Grindavík leik og Stjarnan tók leikhlé þegar munurinn fór aftur niður í tíu stig með öðrum þristi Kane og tveggja stiga körfu Jeremy Pargo. Stjarnan jók við muninn það sem eftir lifði fjórðungsins, staðan 65-78.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Stjarnan hélt muninum til að byrja með og þrátt fyrir sterka þrista frá Grindavík átti Stjarnan venjulega svör og Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, tók leikhlé þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks, staðan 77-87. Fyrir utan einn þrist frá Hilmari Henningssyni, voru næstu stig Grindvíkinga og virtist þakið ætla rifna af húsinu þegar Lagio jafnði með þristi, 90-90! Ægir skoraði en Deandre Kane setti þrist og kom Grindavík yfir í líklega fyrsta skipti í leiknum og um 40 sekúndur eftir! Stjarnan missti boltann í næstu sókn, Kane setti tvö víti og 16 sekúndur eftir og Stjarnan tók leikhlé, þvílíkur leikur! Ægir átti erfiðan þrist í lokin sem geigaði, lokatölur 95-92 og draumur hins almenna körfuboltaáhugamanns, oddaleikur á mánudagskvöldið, staðreynd!

Deandre Kane var algerlega stórkostlegur í kvöld og viljaði sína menn hreinlega í gegnum þennan leik, lék allan leikinn og endaði með 38 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Stjörnumenn réðu ekkert við hann, brutu ellefu sinnum á honum! Jeremy Pargo var líka góður, skoraði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Ólafur fyrirliði Ólafsson barðist sem fyrr eins og grenjandi ljón, spilaði frábæra vörn og skilaði flottri tvennu, 12 stig og 10 fráköstum.

Oddaleikur framundan í Garðabæ á mánudagskvöld!

Alexander Björnsson sýndi oft flotta takta á kústinum, Njarðvíkurdómarinn Sigmundur Már Herbertsson, hrósar honum hér.

Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson var á meðal spekinga Stöðvar 2 Sport.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Ólafur Ólafsson, fyrirliði: Fögnuður Grindvíkinga: