Íþróttir

Flottir sigrar hjá Grindavík og Keflavík
Mánudagur 1. febrúar 2021 kl. 22:16

Flottir sigrar hjá Grindavík og Keflavík

Grindvíkingar unnu frækinn sigur á Stjörnunni og Keflvíkingar unnu ÍR í Domino’s deild krla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar eru á toppi deildarinar eftir sigurinn gegn ÍR en Grindvíkingar sýndu mátt sinn og megin með því að sigra stórlið Stjörnunnar sem pakkaði Keflavík saman í umferðinni á undan.

Grindvíkingar byrjuðu vel gegn Stjörnunni í HS Orku höllinni en síðan vann Garðabæjarliðið næstu tvo leikhluta með samtals 19 stigum og allt stefndi í sigur þeirra. En Grindvíkingar voru ekki á því og tóku lokaleikhlutanum með frábærri vörn og unnu góðan sigur 93-89. Kristinn Pálsson hefur fundið sig vel í Grindavíkurliðinu en hann átti sinn besta leik á tímabilinu þegar hann skoraði 24 stig og fór fyrir heimamönnum en Ólafur Ólafsson var ekki mikið síðri því hann var drjúgur, sérstaklega í lokaleikhlutanum og skoraði samtals 19 stig. Joonas Jarvelainen skoraði 17 stig og Björgin Hafþór Ríkharðsson var með 11 stig. Grindavík er í 2.-3. sæti deilarinnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

(Svipmyndir úr leik Grindavíkur og Stjörnunnar í myndasafni neðan við fréttina)

Keflavík á toppnum

Keflvíkingar sigruðu ÍR í Blue-höllinni í Keflavík með sjö stiga mun 86-79. Heimamenn leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta en gestirnir minnkuðu muninn í eitt stig en nær komust þeir ekki og Keflvíkingar innsigluðu sigurinn á lokamínútunum og eru á toppi deildarinnar með eitt tap. Dominykas Milka var maður kvöldsins og skoraði 34 stig, Calvin Burks skoraði 16 og Deane Williams var með 15 stig.

Grindavík-Stjarnan 93-89 (30-22, 17-28, 21-27, 25-12)

Grindavík: Kristinn Pálsson 26/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 19, Joonas Jarvelainen 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Eric Julian Wise 12/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Bragi Guðmundsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2/4 fráköst, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Johann Arni Olafsson 0.

Keflavík-ÍR 86-79 (27-15, 22-24, 16-25, 21-15)

Keflavík: Dominykas Milka 34/10 fráköst, Calvin Burks Jr. 16/7 fráköst, Deane Williams 15/10 fráköst, Reggie Dupree 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/11 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Valur Orri Valsson 3/6 fráköst/6 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Grindavík - Stjarnan // Domino's karla 1. febrúar 2021