Íþróttir

Elías og Sara Rún í sigurliðum - Jón Axel og félagar töpuðu í Þýskalandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 10:28

Elías og Sara Rún í sigurliðum - Jón Axel og félagar töpuðu í Þýskalandi

Þrír körfuboltamenn frá Suðurnesjum voru í eldlínunni með sínum liðum um helgina.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í öðrum sigri Siauliai í LKL deildinni í körfubolta í Litháen. Eftir erfiða byrjun hefur liðið sigrað í síðustu tveimur leikjum sínum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Elvar lék 29 mínútur með liðinu og skoraði 19 stig, tók 4 fráköstu og gaf 7 stoðsendingar.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur með Fraport Skyliners í þýsku Bundesligunni þegar liðið tapaði þriðja leiknum í röð síðasta laugardag. Jón Axel skoraði 12 stig, tók 4 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal tveimur boltum í 86:69 tapi gegn Oldenburg. Í fyrstu tveimur leikjunum tapaði Fraport gegn tveimur af sterkari liðum deildarinnar, Bayern Munchen og meisturunum Alba Berln.

Sara Rún Hinriksdóttir er þriðji körfuboltamaðurinn frá Suðurnesjum við leik í útlöndum. Hún átti góðan leik með Leicester Rider sem vann Nottingham Wildcats í bikarkeppninni í Englandi. Lokatölur urðu 61:48 og skoraði Keflvíkingurinn 11 stig, tók 6 ráköstu og gaf 4 stoðsendingar á 30 mínútum sem hún lék.