Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Eldri GS karlarnir Íslandsmeistarar
Sigurlið GS í 75+: F.v. Óskar Þórmundsson, Helgi Hólm, Einar Magnússon fyrirliði, Þorsteinn Geirharðsson, Þór Magnússon og Sæmundur Hinriksson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 11:05

Eldri GS karlarnir Íslandsmeistarar

Elsta keppnislið Golfklúbbs Suðurnesja sigraði á Íslandsmóti golfklúbba 75 ára og eldri en leikið var á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd.

Kapparnir unnu alla leiki sína á mótinu og höfðu betur gegn Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Golfklúbbur Suðurnesja sendi líka karlasveit í 65 ára og eldri og varð þar í 5. sæti og hélt sæti sínu í efstu deild.

GS sendi líka kvennasveit í 65 ára og eldri og urðu konurnar í 6. sæti og eru áfram í efstu deild.