Stuðlaberg Pósthússtræti
Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Frábær útisigur Þróttara á toppliði 2. deildar, komnir í 2. sætið
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 14. ágúst 2025 kl. 10:43

Frábær útisigur Þróttara á toppliði 2. deildar, komnir í 2. sætið

Voga-Þróttarar gerðu góða ferð í Þorlákshöfn í gær og unnu topplið Ægis, 1-2. Víðismenn greinilega komnir í gang, unnu Kára á heimavelli, 4-1 og eru í fyrsta sinn í langan tíma, komnir úr fallsæti.
Ægir - Þróttur 1-2

„Við lentum undir en á 73. mínútu gerðum við þriðju skiptingu okkar, inn á komu Franz Bergmann Heimisson og Birgir Halldórsson, þeir snéru leiknum við held ég að mér sé óhætt að fullyrða. Franz jafnaði tveimur mínútum seinna og Birgir skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Ég er kannski hlutdrægur en ég tel þetta hafa verið sanngjarnan sigur. Ég held að sigurinn muni virka eins og vítamínssprauta á okkur, frábært að vinna toppliðið á útivelli og við komum okkur aftur upp í 2. sætið í deildinni og úr því sem komið er væri fáranlegt annað en stefna á að fara upp í Lengjudeildina. Ég vil að lokum minna allt Vogafólk á að mæta á heimaleik okkar á laugardaginn á móti Víkingi Ólafsvík, leikurinn er auðvitað á Vogadögum, ég vil sjá alla á Vogaídýfuvellinum kl.  16 á laugardaginn,“ sagði Gunnar Júlíus Helgason, einn liðstjóra Þróttar í leiknum í gær.

Víðir - Kári 4-1

Valur Þór Hákonarson og Hammed Obafemi Lawal komu Víði í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Kári minnkaði muninn en Dominic Lee Briggs bætti þriðja markinu við í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik. Dominic bætti svo fjórða markinu við strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og öruggur sigur Víðis staðreynd. Víðismenn búnir að vinna tvo leiki í röð og eru komnir úr fallsæti, eru með jafn mörg stig og Kári en með betri markatölu. Mjög mikilvægur sigur í þessum sex stiga leik og Víðismenn vonandi komnir á beinu brautina.

Bílakjarninn
Bílakjarninn