Stoðsending Sveindísar valin best
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur byrjað vel hjá nýja liði sínu Angle City í bandarísku NWSL-deildinni í knattspyrnu. Stoðsending Sveindísar sem lagði upp jöfnunarmark liðsins gegn San Diego Wave var valin sú besta eftir þá umferð í deildinni.
Sveindís gekk til liðs við bandaríska liðið fyrr í sumar en Keflvíkingurinn stóð sig vel á Evrópumóti landsliða og skoraði og lagði upp mark í lokaleik Íslands sem tapaðist gegn Noregi 4-3.