Stefán Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, fallinn frá
Stefán Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, er fallinn frá. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst.
Stefán stofnaði útgerðarfyrirtækið Einhamar Seafood ásamt eiginkonu sinni, Söndru Antonsdóttur, í kringum aldamótin og var fyrirtækið orðið á meðal öflugri smábátaútgerða landsins.
Einhamar Seafood gerðist aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar UMFG fyrir nokkrum árum að þar með gerðust Stefán og Sandra einir dyggustu stuðningsmenn karla- og kvennaliðs Grindavíkur.
Stefán hafði sig mikið í frammi í baráttumálum Grindvíkinga eftir hamfarirnar en þurfti að slaka á í því og öðru eftir að hann lenti í alvarlegu mótórhjólaslysi í Asíu í febrúar. Stefáni var vart hugað líf fyrstu dagana en hann lét allar hrakspár sem vind um eyru þjóta og var búinn að ljúka endurhæfinu á Grensás, þegar hann varð bráðkvaddur 12. ágúst eins og áður kom fram.
Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn, eitt barnabarn og tengdabörn.
