Flugger
Flugger

Íþróttir

Búið að draga í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna
Leikmenn karlaliðs Keflavíkur fagna eftir 3:1 sigur á ÍA í sextán liða úrslitum sem leikinn var á HS Orku-vellinum á fimmtudaginn í síðustu viku. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 13:33

Búið að draga í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna

Keflavík átti tvö lið í pottinum þegar dregið var um hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag.

Átta liða úrslit karla verða leikin 12. og 13. júní og átta liða úrslit kvenna 11. og 12. júní.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna mætast:

Breiðablik - Keflavík

Afturelding - Þróttur R.

Grindavík - Valur

FH - Þór/KA

Í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla mætast:

Víkingur R. - Fylkir

Keflavík - Valur

KA - Fram

Þór - Stjarnan