Kalka
Kalka

Íþróttir

Arnór Ingvi til Njarðvíkinga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. apríl 2023 kl. 11:00

Arnór Ingvi til Njarðvíkinga

Atvinnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur ákveðið að koma heim og hefur gert samning við Njarðvíkinga sem leika í næst efstu deild knattspyrnunnar. „Þetta er orðið fínt í atvinnumennsku í útlöndum, fjarri fjölskyldu og vinum og gaman að koma  heim,“ segir Arnór Ingvi sem lék síðast með Keflvíkingum í efstu deild fyrir um áratug. 

Brynjar Freyr Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur sagði að þessi möguleiki hafi komið óvænt upp á borðið og með hjálp góðra aðila hafi tekist að landa samningi við Arnór Ingva sem var í landsliðshópi Íslands gegn Bosníu og Lichtenstein nýlega. Hann var t.d. í byrjunarliðinu gegn Bosníumönnum. Arnór Ingvi hefur verið í Svíþjóð að undanförnu sem atvinnumaður en hafði fram að því verið í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Austurríki og Grikklandi.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

„Njarðvíkingar eru með spennandi hóp og ég hlakka til að takast á við verkefnið með þeim. Vonandi förum við alla leið og vinnum okkur sæti í Bestudeildinni 2024. Þangað eiga Njarðvíkingar að stefna,“ sagði Arnór Ingvi og þegar hann var spurður að því hvort það hafi ekki komið til greina að fara til Keflavíkur svaraði hann því til að þeir hafi ekki haft samband en Njarðvíkingar hafi sýnt honum áhuga sem hafi orðið til þess að hann ákvað að slá til og koma heim.

Arnór Ingvi kom til Íslands í gær þar sem gengið var frá samningi og meðfylgjandi mynd tekin af honum í nýjum Njarðvíkurbúningi. Arnór verður í húsi knattspyrnudeildarinar í dag kl. 16 og Njarðvíkingar bjóða alla velkomna. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Uppfært 2. apríl: Arnór Ingvi er ekki á heimleið. Þetta var aprílgabb.