Bygg
Bygg

Fréttir

Viljayfirlýsing um lóð fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Laugardagur 10. maí 2025 kl. 06:30

Viljayfirlýsing um lóð fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti

Kadeco, Suðurnesjabær og IðunnH2 undirrita samkomulag um mögulega uppbyggingu í Bergvík

Viljayfirlýsing um úthlutun lóðar fyrir mögulega framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti hefur verið undirrituð af Kadeco, Suðurnesjabæ og nýsköpunarfyrirtækinu IðunnH2. Lóðin er staðsett í Bergvík, innan K64 Hringrásariðngarðsins, sem liggur að hluta innan bæjarmarka Suðurnesjabæjar. Þar hefur Kadeco unnið að þróun og skipulagi svæðisins í samstarfi við bæði Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ.

Um er að ræða landsvæði í eigu íslenska ríkisins, en Suðurnesjabær fer með skipulagsvald á svæðinu. Verkefnið fellur vel að framtíðarsýn K64 Hringrásariðngarðsins sem byggir á sjálfbærni, nýsköpun og hringrásarhagkerfi.

Í tilkynningu frá Kadeco kemur fram að öll aðkoma að verkefninu er háð því að skilyrði laga og reglugerða séu uppfyllt, þar á meðal að lóðaúthlutun fari fram á opinn og gagnsæjan hátt. Einnig verður deiliskipulag að fá samþykki áður en framleiðsla getur hafist.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Kadeco og Suðurnesjabær lýsa vilja sínum til að styðja við uppbyggingu verkefna sem þessi, sem eru í takt við markmið um sjálfbærni og orkuskipti á flugvallarsvæðinu. Framleiðsla á rafeldsneyti sem nýta má í flugumferð styður jafnframt við samkeppnishæfni Íslands á sviði grænnar orku og vistvænnar tækni.