Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Vélarvana skip með 7 manns við Eldey
Miðvikudagur 15. ágúst 2012 kl. 13:07

Vélarvana skip með 7 manns við Eldey

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu eru nú á leið  til aðstoðar vélarvana báti sem staddur er við Eldey.

Báturinn, sem er 200 tonn og með sjö manns um borð, fékk veiðarfæri í skrúfuna og missti við það vélarafl. Talin er hætta á að hann reki upp í Eldey og er því lagt kapp á að komast á staðinn sem fyrst. Tekur það björgunarskipin um klukkustund að sigla þessa leið.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Haft hefur verið samband við bát sem er á svæðinu og mun hann  bregðast við ef þurfa þykir.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25