Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fjölgað um 24,4% á einu ári
Mánudagur 17. maí 2021 kl. 09:41

Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fjölgað um 24,4% á einu ári

Í apríl 2021 fengu 158 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar kr. 24.062.919. Í sama mánuði 2020 fengu 127 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og þá voru allsgreiddar kr. 16.729.244.

Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 24,4% frá apríl 2020.

Í apríl 2021 fengu alls 270 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.738.192. Í sama mánuði 2020 fengu 224 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.211.909.

Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 20,5% frá apríl 2020.

Public deli
Public deli