HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Þrjú forgangsatriði í menningarstefnu Grindavíkur
Frá Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 15. janúar 2021 kl. 08:49

Þrjú forgangsatriði í menningarstefnu Grindavíkur

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur hefur unnið að endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar frá því í apríl 2019. Nefndin stóð m.a. fyrir opnum fundi með íbúum, opinni könnun á vef sveitarfélagsins auk þess sem drög að stefnunni voru kynnt íbúum þar sem þeim gafst kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir.

Nefndin telur að forgangsatriði í framkvæmd stefnunnar til ársins 2024 ættu að vera:

Börnum og unglingum standi til boða að nýta og þróa hæfileika sína á sviði lista og menningar.

Kvikan verði menningarhús Grindvíkinga með rúmgóðum fjölnotasal.
Viðburðum á vegum Grindavíkurbæjar verði dreift yfir árið.

Frístunda- og menningarnefnd hefur vísað stefnunni til afgreiðslu í bæjarráði Grindavíkur.

Fagna menningarstefnu Grindavíkur 

Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar fagnar því að menningarstefna Grindavíkurbæjar líti dagsins ljós og að tónlistarskóli verði í boði fyrir nemendur á öllum aldri og að kostnaður grunnskólabarna verði sambærilegur við íþróttaæfingar. Þetta kemur fram í fundargögnum frá síðasta fundi nefndarinnar sem var haldinn 7. janúar síðastliðinn en unnið hefur verið að endurskoðun á menningarstefnu Grindavíkurbæjar.

Í umsögn nefndarinnar kemur fram að fræðslunefnd telur að bókasafnið og starfsemi þess sé ekki nægilega sýnilegt í stefnunni og möguleikar þess í aðkomu menningu séu ekki fullnýttir.