HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Tæplega 8.000 Covid-sýni á Suðurnesjum í nóvember
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 17:43

Tæplega 8.000 Covid-sýni á Suðurnesjum í nóvember

Í nóvember voru tæplega 8.000 sýni tekin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er það allra mesta sem verið hefur á einum mánuði frá því Covid hófst. Fram að því var ágústmánuður með 4.800 sýnatökur það mesta.

Á Suðurnesjum fóru 404 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 í nóvember.

Í gær, 1. desember, voru 279 sýni tekin og tíu smit greindust. Það er aðeins minna en verið hefur undanfarna daga. Síðustu fjórtán daga hafa 163 smit greinst í Keflavík og Njarðvík og í Sandgerði eru 44 smit á sama tíma. Keflavík og Njarðvík eru í 3. sæti og Sandgerði í 9. sæti yfir póstnúmer þar sem flest smit eru síðasta hálfa mánuðinn.

Í gær voru 740 einstaklingar bólusettir á Iðvöllum og von var á svipuðum fjölda í dag.