Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Suðurnesjamagasín áfram á vef Víkurfrétta
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 31. mars 2023 kl. 18:15

Suðurnesjamagasín áfram á vef Víkurfrétta

Tímamót urðu í dag þegar sjónvarpsstöðin Hringbraut hætti starfsemi. Stöðin hefur verið heimili Suðurnesjamagasíns Víkurfrétta frá árinu 2016, þar sem þátturinn hefur verið vikulega á dagskrá. Þrátt fyrir lokun stöðvarinnar mun Suðurnesjamagasín áfram koma út og verður áfram á vef Víkurfrétta, vf.is, eins og verið hefur síðasta áratuginn.

Suðurnesjamagasín er á meðal eldri sjónvarpsþátta á Íslandi og hefur verið á dagskrá ÍNN og síðar Hringbrautar í tíu ár. Þættirnir eru orðnir 438 talsins og þá má nálgast þá alla á efnisveitunni Youtube, ásamt stökum innslögum úr hverjum þætti. Þar er einnig að finna þættina Suður með sjó, sem Víkurfréttir hafa framleitt.

Public deli
Public deli

Lokun Hringbrautar er óvænt og framundan er því það verkefni hjá okkur á Víkurfréttum að finna Suðurnesjamagasíni nýjan farveg til viðbótar því að vera á vef Víkurfrétta. Það verður því enginn þáttur í næstu viku en við tökum upp þráðinn að nýju eftir páska með nýjum þætti af Suðurnesjamagasíni.

Áfram veginn!