Fréttir

Suðurnesjabær tekur við af Hafnarfirði í Vogum
Þriðjudagur 14. júlí 2020 kl. 09:39

Suðurnesjabær tekur við af Hafnarfirði í Vogum

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á dögunum drög að samningi við Suðurnesjabæ um fræðsluþjónustu. Þar með lýkur áralöngu samstarfi sveitarfélagsins við Hafnarfjörð, sem hafa veitt sveitarfélaginu faglega þjónustu og sérfræðiráðgjöf á vettvangi fræðsluþjónustu.

Með sameiningu Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ opnaðist sá möguleiki að setja á stofn eigin fræðsluþjónustu, og lagt upp með samstarf við Sveitarfélagið Voga. Fyrir eru sveitarfélögin með sameiginlega félagsþjónustu, en bæði félagsþjónustan og fræðsluþjónustan heyra undir Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir öflugu teymi sérfræðinga á sviðinu, sem munu þjóna báðum þessum mikilvægu málaflokkum í framtíðinni.

Public deli
Public deli