Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Suðurnesjabær styður ný heildarlög um almannavarnir og kallar eftir ríkisframlagi
Fimmtudagur 4. september 2025 kl. 06:05

Suðurnesjabær styður ný heildarlög um almannavarnir og kallar eftir ríkisframlagi

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt umsögn um frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðið lýsir ánægju með að til standi að endurskoða lögin frá 2008, enda hafi reynsla síðustu ára, bæði vegna náttúruvár og samfélagslegra breytinga, sýnt að skerpa þurfi á lagaumgjörðinni.
Mikil reynsla vegna náttúruváa

Í umsögninni er sérstaklega bent á að undanfarið hafi mjög reynt á almannavarnir á Reykjanesi vegna jarðhræringa og eldgosa. Sú reynsla hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa skýrt skipulag og útfærslu á almannavörnum og að sveitarfélög og viðbragðsaðilar vinni saman í því kerfi.

Bæjarráð tekur jákvætt í ákvæði frumvarpsins um að sveitarfélög í sama lögregluumdæmi skuli skipa sameiginlega almannavarnanefnd. Hins vegar leggur ráðið til að ríkið taki þátt í launakostnaði starfsmanns slíkrar nefndar, í stað þess að sveitarfélögin beri allan þann kostnað. Ráðið bendir á að um sé að ræða umfangsmikið og stöðugt verkefni sem krefjist sérstaks mannafla.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Lögð áhersla á fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir

Í umsögn bæjarráðs er jafnframt tekið undir meginmarkmið frumvarpsins: að almannavarnakerfið verði betur í stakk búið til að takast á við hvers kyns vá sem samfélaginu kann að steðja að. Þar er lögð áhersla á aukna fræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðir og sterkara samstarf sveitarfélaga, lögreglu og annarra hagaðila.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25