Flugger
Flugger

Fréttir

Stefán færði fé og fisk en á leið á leik
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 15:35

Stefán færði fé og fisk en á leið á leik

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri segir það áhyggjumál þegar nokkrir einstaklingar ákveði að dvelja í bænum þegar gjósi. Það væri ekki æskilegt og hann myndi ekki vilja stefna björgunaraðilum í hættu. Stefán Kristjánsson, útgerðarmaður og eigandi Einhamars var einn þeirra fáu einstaklinga sem voru enn í Grindavík um miðjan dag en sagði í viðtali við Rás 2 að hann og dóttir hans væru á leið út úr bænum enda væri leikur í körfunni við Val í kvöld.

„Við ætlum að reyna að verða Íslandsmeistarar í kvöld,“ sagði Stefán sem hafði notað tímann til að færa kindur sínar vestar í bæinn og koma fiski í skip.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024