Fréttir

Snarpur jarðskjálfti við Grindavík
Þriðjudagur 14. júní 2022 kl. 01:29

Snarpur jarðskjálfti við Grindavík

All snarpur jarðskjálfti varð við Grindavík rétt eftir kl. 01 í nótt. Veðurstofa Íslands hefur birt staðfesta stærð á snarpasta skjálftanum en hann var M3,9 á 2,1 km. dýpi við Þorbjörn. Um 100 eftirksjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofunni að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaganum.

Íbúar í Grindavík hafa lýst óþægindum vegna skjálftahrinunnar sem nú virðist vera að byrja en þó nokkrir skjálftar hafa fundist vel í byggð í Grindavík og sá öflugasti fannst einnig í Reykjanesbæ.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024