Max 1
Max 1

Fréttir

Reitir kaupa Nesvelli
Nesvellir í Reykjanesbæ eru nú í eigu fasteignafélagsins Reita.
Þriðjudagur 18. júní 2024 kl. 09:17

Reitir kaupa Nesvelli

Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ. Húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038. Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst nk.

„Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Um Reiti fasteignafélag

Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun ásamt rekstri og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis. Innan eignasafns Reita eru um 460 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis í rekstri auk 700 íbúða og 140 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis í þróun. Félagið leggur áherslu á sjálfbæra uppbyggingu innviða og langtíma leigusambönd þar sem  sameiginlegur ávinningur leigutaka, okkar og samfélagsins eru lykilatriði. Fyrirtækið er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.