Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Ökumaður með allt í ólagi
Fimmtudagur 25. júní 2020 kl. 09:30

Ökumaður með allt í ólagi

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð fyrr í vikunni var sannast sagna með alla hluti í ólagi. Hann ók sviptur ökuréttindum á ótryggðri bifreið og var grunaður um ölvunar – og fíkniefnaakstur, að því er sýnatökur bentu til.

Annar ökumaður sem höfð voru afskipti af hafði aldrei tekið ökupróf.

Þá voru nokkrir ökumenn kærðir vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Einnig urðu nokkur umferðaróhöpp en engin slys á fólki.