HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Of fáir nota endurskinsmerki
Mánudagur 29. nóvember 2021 kl. 09:49

Of fáir nota endurskinsmerki

„Því miður þá hafa orðið nokkur alvarleg slys á landinu undanfarið sem rekja má til lélegs skyggnis. Við höfum tekið eftir því á skólaeftirlitum okkar að allt of fáir eru með endurskinsmerki á sér og köllum við eftir breytingu á því og hvetjum foreldra og skólana til að gera átak í þessu og gera það sem við getum í sameiningu til að betrumbæta þessa hluti,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum nú í morgun.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hversu gríðarlegur mikill munur er að vera með endurskinsmerki.