Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Nýtt skipurit fyrir Isavia ohf. kynnt
Föstudagur 23. janúar 2026 kl. 18:50

Nýtt skipurit fyrir Isavia ohf. kynnt

Nýtt skipurit fyrir Isavia ohf. var kynnt í dag. Það tekur einvörðungu til Isavia ohf., sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, en ekki dótturfélaga.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir markmið breytinganna vera að skipulagið endurspegli betur viðskiptalíkan félagsins fyrir Keflavíkurflugvöll ásamt því að gefa mannauði, fyrirtækjamenningu og viðskiptaþróun meira rými innan skipurits.

„Með nýju skipuriti verða breytingar í framkvæmdastjórn móðurfélagsins,“ segir Sveinbjörn. „Guðmundur Daði Rúnarsson og Anna Björk Bjarnadóttir, sem áður stýrðu viðskipta- og þróunarsviði og þjónustu og rekstri, höfðu bæði tekið ákvörðun um að hverfa til annarra verkefna. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf á síðustu árum.“

Ný framkvæmdastjórn Isavia ohf. er þannig skipuð:
  • Sveinbjörn Indriðason, forstjóri 
  • Bjarni Örn Kærnested, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni 
  • Bjarni Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar 
  • Elísabet Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar 
  • Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnu og samskipta 
  • Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála 
  • Maren Lind Másdóttir, framkvæmdastjóri innviða og búnaðar 
Ný í framkvæmdastjórn eru Bjarni Páll Tryggvason, Hrönn Ingólfsdóttir og Maren Lind Másdóttir sem öll hafa starfað hjá Isavia um langt skeið. Bjarni Páll nú síðast sem forstöðumaður flugvallarþjónustu, Hrönn sem forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni og Maren Lind sem forstöðumaður mannvirkja og innviða. Elísabet Sverrisdóttir var áður aðstoðarmaður forstjóra í framkvæmdastjórn en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra mannauðs og menningar. Staða framkvæmdastjóra viðskipta verður auglýst á næstu dögum. 
Með þessum breytingum fjölgar um tvo í framkvæmdastjórn móðurfélags Isavia.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson