Fréttir

Morgunsturtan gæti orðið köld
Frá framkvæmdum við vatnslögnina við Njarðarbraut á gatnamótum við Grænás. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 5. september 2022 kl. 23:46

Morgunsturtan gæti orðið köld

Lokað var fyrir heitt vatn í kvöld vegna viðhaldsvinnu við stofnæð. Þessar lokanir gilda fyrir Suðurnesjabæ, Keflavík og Ytri Njarðvík. Unnið er við stofnæðina þar sem hún liggur undir Grænás

Gert er ráð fyrir að lagnavinnu ljúki undir morgun á þriðjudagsmorgun og að eðlilegur þrýstingur verði kominn á flesta notendur kl.12:00 á hádegi.

Optical studio
Optical studio

HS veitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem af þessu hljótast en ætla má að sturtan á þriðjudagsmorgun verði í kaldara lagi hjá mörgun. Íbúar í Innri-Njarðvík, Höfnum, Vogum og Grindavík eiga ekki að verða fyrir óþægindum vegna þessarar framkvæmdar.