Fréttir

Mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í Grindavík
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri.
Miðvikudagur 7. ágúst 2024 kl. 14:29

Mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í Grindavík

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, áréttar í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að íbúar, starfsmenn og gestir dvelja inn á hættusvæði í og við Grindavík á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Úlfar tekur skýrt fram í tilkynningunni að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik.

Þá mælir lögreglustjórinn alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Svæði með óásættanlegri áhættu er sýnt á korti sem fylgir fréttinni. Það er svæði austan Víkurbrautar og norðan Austurvegar. Þar dvelji enginn að næturlagi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður. Íbúar og þeir sem eiga erindi til Grindavíkur og vilja aka Grindavíkurveg þurfa að aka inn á Bláalónsveg að Nesvegi til Grindavíkur.

Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinna lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur. Þá er sjúkrabíll staðsettur í Grindavík alla daga á dagtíma.