Loka fyrir heitt vatn í Sandgerði í fjórar klukkustundir
HS Veitur hafa sent frá sér tilkynningu að vegna framkvæmda við hitaveit verður lokað fyrir heitt vatn í Sandgerði frá kl. 16:00 í dag, þriðjudaginn 11. nóvember. Gert er ráð fyrir að verkið taki um fjórar klukkustundir, en sumir notendur gætu fengið heita vatnið á ný fyrr eftir því sem verkinu miðar áfram.
Fyrirtækið bendir íbúum á að huga að varma í húsum meðan á lokun stendur: loka gluggum og hurðum og draga úr hitatapi eins og kostur er. Starfsfólk HS Veitna mun kappkosta að ljúka verkinu eins fljótt og örugglega og hægt er, segir í tilkynningunni.
Nánari upplýsingar og uppfærslur verða birtar á hsveitur.is og samfélagsmiðlum fyrirtækisins.






