Dubliner
Dubliner

Fréttir

Aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum
Mánudagur 10. nóvember 2025 kl. 13:36

Aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum

– Vinnumálastofnun boðar markvissar aðgerðir

Skráð atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú farið yfir 6,5%, að því er fram kemur í tilkynningu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir stöðuna kalla á markvissar vinnumarkaðsaðgerðir í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsúrræði.

Í tilkynningunni segir að atvinnuleitendum á svæðinu standi til boða einstaklingsmiðuð ráðgjöf á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ. Þar fái umsækjendur stuðning við atvinnuleit, hæfnimat og kynningu á þeim úrræðum sem í boði eru.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Jafnframt er atvinnurekendum boðin ráðgjöf um ráðningarstyrki, tímabundin úrræði og aðstoð við að finna hæft starfsfólk. „Samstarf atvinnurekenda og Vinnumálastofnunar er lykilatriði til að efla, virkja og styðja við atvinnuleitendur á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.

Vinnumálastofnun mun áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til viðeigandi ráðstafana til að styðja við atvinnulíf og atvinnuleitendur á Suðurnesjum.

Dubliner
Dubliner