ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Forsetahjónin á tónleikum Grindavíkudætra
Mánudagur 10. nóvember 2025 kl. 21:24

Forsetahjónin á tónleikum Grindavíkudætra

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, eru gestir á tónleikum Grindavíkurdætra sem nú fara fram í Hljómahöll. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að nú eru liðiðn tvö ár frá því rýma þurfti Grindavíkur vegna náttúruhamfara. Húsfyllir er á tónleikunum.

Á tónleikunum er flutt fjölbreytt og metnaðarfull efnisskrá sem tengir saman hug og hjarta Grindvíkinga. Þar hljóma bæði jákvæð lög um von og framtíð, sem og baráttulög sem endurspegla styrk og seiglu samfélagsins.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sérstakir gestir eru Sigga Beinteins, Vigdís Hafliðadóttir og Tómas Guðmundsson.

Kórstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Píanó: Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir
Gítar: Þorvarður Ólafsson
Bassi: Jón Árni Benediktsson
Trommur: Þorvaldur Halldórsson

Víkurfréttir streymdu nokkrum mínútum í upphafi tónleikanna í kvöld á fésbókarsíðu blaðsins.








Dubliner
Dubliner